Við Sonomicro, frumkvöðlar í tæknilausnum fyrir samkeppnishæfan iðnað framtíðarinnar, erum ánægð að tilkynna um spennandi samstarf við Ölgerðina. Þetta samstarf er vitnisburður um okkar skuldbindingu við að bjóða upp á vatnstjórnunarkerfi í fremsta flokki, sem styður við sjálfbærni og hámarkar nýtni í vatnsauðlindum.
Samstarfið:
Tilgangur samstarfsins er þríþættur:
- Ölgerðin mun fá auknar og gagnlegar upplýsingar um flæði í völdum framleiðsluferlum.
- Sonomicro fær verðmætar upplýsingar um hegðun mælitækja sinna í raunverulegum aðstæðum
- Ef vel gengur getur samstarfið myndað grundvöll fyrir áframhaldandi og langvarandi samband Ölgerðarinnar og Sonomicro.
Áherslur Sonomicro:
- Sonomicro stendur fyrir inngripslausum vöktunarlausnum sem tryggja hagkvæma og auðvelda innleiðingu vökvaflæði mælinga.
- Skuldbinding okkar við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna endurspeglar okkar áherslu á sjálfbærni, nýsköpun og ábyrga neyslu.
Með þessu samstarfi leggjum við grunninn að framtíð þar sem vel er farið með vatnsauðlindir og skapað heilbrigðara umhverfi fyrir næstu kynslóðir. Við þökkum Ölgerðinni fyrir traustið og erum full tilhlökkunar að takast á við þetta verkefni.
Sonomicro - Framúrskarandi tæknilausnir, fyrir sjálfbæra framtíð.